Uppskriftir, myndbönd og góð ráð

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er eigandi og framkvæmdastjóri Culina . Í samstarfi við Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi í Zero Waste verkefninu, sem styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni, hefur hún haldið námskeiðin "Eldað úr öllu". Hér er að finna uppskriftir frá Dóru sem stuðla að minni matarsóun, myndbönd með góðum ráðum í sambandi við matargerð og geymslu matvæla og leiðbeiningar um minni matarsóun frá Selinu Juul . Lagið "Sóa" með AmabAdamA sem notað er í myndböndunum var samið til að vekja athygli á matarsóun.

Uppskriftir

 • Diskósúpa

  Innihald

  1. 40 kg grænmeti og annar matur sem á að henda úr búðum úr nágrenninu.
  2. 40 lítri vatn
  3. 1 stykki bíl og bílstjóra
  4. 3 stykki frumkvæði
  5. 4 símtöl og nokkrir tölvupóstar
  6. Fullt af hamingju og góðri tónlist
  7. Slatti af gleði
  8. Skreytt með ánægju

  Aðferð:

  Haft er samband við lagerstjóra í búðum og beðið um þeirra samstarf, taka til það sem á að fara í tunnuna einn dag og leyfa okkur að fá það.

  Síðan er farið af stað og öllu safnað saman.

  Hóið saman skemmtilegu fólki í stóru og góðu eldhúsi, skellið tónlist í tækið og hækkið vel í.

  Síðan er skrælt og skorið, því sem er sannarlega ónýtt er hent, annað fer í stóra pottinn.

  Allt soðið saman í góða stund, studum er sniðugt að mauka súpuna, en studum er hún fallegri með bitum.

  Kryddað til með því sem við á, salti, pipar, kryddjurtum allt eftir því hvað er á boðstólum í eldhúsinu, smakkað og kannski einhverju bætt í viðbót.

  Borðað í góðra vina hópi og meðan eru miklar og góðar umræður um matarsóun, hvernig hægt er að nýta betur og hve miklu máli þetta skiptir fyrir framtíð plánetunnar okkar.

  Ungliðahreyfing Slow food samtakanna eiga heiðurinn af Diskósúpunni og eru svoleiðis gjörningar stundaðir út um allan heim.

 • Ávaxta cobbler

  Ávextirnir

  1. 3 stk. perur, skrældar og skornar í þykkar sneiðar
  2. 2 stk. epli, skrælt og rifið niður
  3. 500 gr. frosin blönduð ber
  4. 6 msk. hrásykur
  5. Smá balsamic edik

  Deigið ofaná:

  1. 1dl. olía
  2. 200 gr. hafar
  3. 100 gr. heilhveiti
  4. 45 gr. hrásykur
  5. salt
  6. 150 ml. mjólk eða vatn

  Hitið ofnin í 160°c

  Nuddið olíunni saman við hveitið og hafrana þangað til þatta lítur út einsog fínn brauðraspur, bætið við sykri og salti, hrærið vel og bætið inn mjólkinni.Myljið þetta yfir heita ávextina hér og þar svo degið taki til sín safan, bakið síðan áfram í 30 mínútur eða svo.

  Hér má nota alla þá ávexti sem þola að vera borðaðir heitir, plómur, banana, ananas, mangó, öll ber og sitthvað fleira.

  Upplagt er að nýta ávexti sem mega muna sinn fífil fegurri.

  Setjið ávextina alla í eldfast mót, bakið í 20 mín.

  Skyrkrem

  1. 300 g skyr, hreint
  2. 200 ml rjómi
  3. 2 msk hunang
  4. vanillurdropi

  Þeytið rjóman og blandið saman við skyrið ásamt hunanginu og smá vanilludropa.

  Þetta er ferskar og léttara heldur en að vera með hreinan þeyttan rjóma með ávaxta cobblernum.

  Hér má að sjálfsöðu nota hvaða skyr sem leynist í ísskápnum og er í uppáhaldi hjá ykkar fólki.

 • Lagsagna

  Stórt form

  1. 150 gr. ósoðnar linsur, um 350 g soðnar
  2. 250 gr. hakk, nauta eða kinda
  3. 50 gr. laukur, saxaður.
  4. 400 gr. niðursoðnir tómatar t.d. diced
  5. 2 stk. hvítlauksgeirar.
  6. 10 gr. basil, ferskt (1 tsk. þurrkað)
  7. svartur pipar
  8. vatn
  9. 10 plöturlasagna blöð
  10. 1 stk. kúrbítur, zuccini, skorinn í teninga
  11. 2 stk. paprikur, skorin í teninga
  12. 2 stk. tómatar, skornir í bita
  13. 1 tsk. bergmynta
  14. 1 stk. hvítlauksgeiri
  15. salt og pipar
  16. 2 dl. vatn
  17. 500 g kotasæla
  18. 3 dl. rifinn ostur

  Linsurnar eru soðnar.

  Laukurinn er svitaður í potti ásamt hvítlauknum, basilinu og piparnum og hakkinu

  Niðursoðnu tómötunum er bætt út í ásamt soðnum baununum og smá vatni.

  Suðunni er hleypt upp og sett til hliðar.

  Steikið kúrbítinn og paprikuna á pönnu þar til það mýkist.

  Bætið tómötunum við ásamt hvítlauknum, bergmyntunni, saltinu og piparnum ásamt smá vatni.

  Raðið til skiptis í eldfast fat, lagsagna blöðunum, baunamaukinu og grænmetinu.

  Endið á kotsælu og osti.

  Bakið við 150°c í um 45 mín eða þegar toppurinn er gullinbrúnn.

  Hægt er að elda allt í lagsagna daginn áður, passið þegar það er eldað að kjarnhitinn fari örugglega yfir 75°c í miðjunni.

  Með því að nota baunir á móti kjötinu nærðu  að gera matarmikla og holla máltíð fyrir miklu minni pening.

  Lagsagna er alltaf gott að bera fram með salati og brauði.

  Það eru mjög skiptar skoðanir um hversu mörg lög eiga að vera í lasagna, myndið ykkar eigin skoðun og rökstyðjið að svona sé þetta í sveitahéruðum Ítalíu.

  Þetta er bara ein hugmynd af lasagna, notið hugmyndaflugið og það sem leynist í ískápnum og hirslu í eldhúsinu

 • Pestó

  1. 2 búnt basil
  2. 1 hnefi spínat
  3. 3 stk hvítlauksgeirar
  4. 5 dl olía, má vera mild olífuolía
  5. 150 g cashew hnetur
  6. 100 g sólblómafræ
  7. salt og pipar eftir smekk

  Basilið og spínatið er maukað með töfrasprota ásamat hvítlauknum og oíunni.

  Þegar það er full blandað er hnetunum bætt út í og maukað varlega saman, það fer eftir smekk hvers og eins hve gróft pestóið á að vera. kryddið með salti og pipar og handhræið því saman við.

 • Baunir með ananas og jarðhnetum

  1. 250 gr. baunir, t.d. kjúklingabaunir, smjörbaunir eða augnbaunir
  2. 1 stk. laukur, skorin í sneiðar
  3. ½ tsk. tímjan, eða nokkrir ferskir kvistir
  4. ½ tsk turmerick.
  5. 2 stk. hvítlauksrif, söxuð eða marin
  6. 1 stk. chilli
  7. 2 sm. engifer, rifin
  8. 2 dl. ananassafi, hreinn
  9. 200 ml. kókosmjólk
  10. 50 gr. hnetusmjör
  11. 1 stk. paprika, skorin í strimla
  12. ½ stk. ananas, skorin í bita
  13. salt og pipar

  Sjóðið baunirnar.

  Laukurinn er svitaður í potti ásamt tímjani, hvítlauk, chilli og engifer.

  Þegar laukurinn er orðin glær er ananassafanum bætt útí og hann soðinn niður til helminga, þá erkókosmjólkinni og hnetusmjörinu hrært út í.

  Ananasnum og paprikunni er bætt út í sósuna og smá vatni ef þurfa þykir.

  Baununum hellt út í, soðið upp og smakkað til með salti og pipar.

  Skreytt með t.d. steinselju.

  Ef þú ert ekki mikið fyrir baunirnar má skipta þeim út fyrir grænmeti og athugið að þá þarf rúm 500 g af grænmetinu.

  Það er einstaklega gott að nota afgang af þessum rétti með fiski, t.d. setja þenna rétt í eldfastmót og leggja svo kolaflök yfir og krydda með salti og pipar og baka þar til fiskurinn er passlega eldaður.

 • Grænmetisklattar

  1. 600 gr. kúrbítur, seljurót, steinseljurót, gulrætur eða eitthvað annað sem er gott að
  2. rífa.(ég mæli ekki með kartöflum í þessa uppskrift.)
  3. 3 dl. heilhveiti
  4. 2 stk. egg
  5. 2 msk. ólífuolía
  6. ½ tsk hvítlaukur, saxaður
  7. ½ dl. vatn
  8. salt og pipar
  9. olía til steikingar

  Blandið saman hveitinu, egginu, olíunni, vatninu, og kryddinuog búið til deig að svipaðri þykkt og vöffludeig.

  Rífið kúrbítinn eða grænmeti niður og blandið saman við deigið.

  Steikið á pönnu í litlum klöttum og ef verið er að steikja mikið magn er gott að fullsteikja í ofni. Þar sem kjarnhitinn þarf að ná a.m.k 85°c hita til að losna við hveitibragðið.

  Það má skera út í deigið kjötbitaog steikja, undirrituð var alin upp á svoleiðis kjötlummum sem gengu undir nafninu kjöt í feluleik.

 • Turlu turlu

  Tyrknesk krás

  1. ½ stk. kúrbítur
  2. ½ stk. eggaldin
  3. 3 stk. hvítlauksgeirar
  4. 1 stk. paprika
  5. 1 stk. gulrót
  6. 1 stk. steinseljurót
  7. sósa
  8. ólífuolía
  9. ½ stk. laukur
  10. ½ tsk. allspice
  11. 2 tsk. kóríanderfræ, möluð
  12. 200 gr. kjötafgangar
  13. 300 ml. tómat mauk
  14. 1 lúka ítölsk steinselja
  15. salt og pipar

  Skerið allt grænmetið í kubba.

  Best er að forelda grænmetið í ofni, velta kubbunum upp úr olíu, salti og pipar og elda við háan hita þar til að tilbúið.

  Elda sósuna sér, þ.e. svita laukinn, hvítlaukinn, allspice og kórínaderfræin og smella tómatsósunni í pottinn og hræra svo eldaða grænmetið út í skömmu fyrir framreiðslu, þá fer það ekki allt í hönk.

  Ef það eru til afgangar af kjöti er stórsniðugt að blanda því saman við. Sé það eldað má það fara saman við sósuna á sama tíma og grænmetið, sé það óeldað borgar sig að steikja það með lauknum.

  Þessi réttur er skemmtilega kryddaður og er því bragðgóð tilbreyting.

 • Fyllt paprika

  1. 2-3 stk. paprikur, blandaðir litir
  2. 2 stk. tómatar, skornir
  3. ½ stk. rauðlaukur, fínt skorin
  4. 50 gr. ólífur
  5. 100 gr. fetaostur í teningum.
  6. 1 dl. hvítvín (má sleppa en er mjög gott)
  7. 2 stk. brauðsneiðar, rifnar gróft
  8. Pipar eftir smekk

  Skerið paprikuna til helminga og kjarnhreinsið.

  Blandið afganginum af hráefininu í skál og skiptið á milli paprikuhelminganna.

  Bakið á 200°c í um 5-7 mín og berið fram. Þetta er flottur grænmetisforréttur eða hluti af hlaðborði.

  Fyllt paprika er snilld til að nýta afganga sem eru kannski ekki nóg handa allri fjölskyldunni, það er hægt að setja næstum hvað sem er í hálfa papriku, fylla með réttinum sem er til, ost yfir ef ykkur finnst það passa og hita í ofni.

 • Núðlusalat með steiktum fiski, kjöti eða tofu

  1. ½ pakki núðlur
  2. ½ -1 haus brokkolí
  3. 300 g kjöt eða fiskur eða einn pakki tofu xtra firm
  4. 2 sm. engifer
  5. ½ dl. sojasósa
  6. 1 dl. ristuð sesamolía
  7. 3 stk. hvítlauksgeiri
  8. ½ stk. lime, safi og ysti hluti hýðisins
  9. Salt og pipar

  Ef nota á tofu:

  Takið tofuið úr umbúðunum og vefjið inn í klút og setjið farg ofan á í a.m.k. 30 mín. Skerið tofuið í bita

  Maukið engiferið, hvítlaukin, sojasósuna, skrældu limeinu og olíuna saman. Takið helminginn og hellið yfir tofuið.

  Bakið við 200°c í 10 mín og kælið.

  Ef nota á kjöt eða fisk er engiferið, hvítlaukurinn, sojasósan, limeið og olían maukuð saman og helmingnum hellt yfir kjötið/ fiskinn og það svo steikt á pönnu

  Skerið brokkolíið í fallega bita og snöggsjóðið í saltvatni, kælið í undir rennandi vatni.

  Sjóðið núðlurnar í saltvatni (gjarnan því sama og brokkolíið) kælið undir rennandi vatni.

  Blandið varlega saman í skál og raðið fiski/ kjöti / tofu fallega með og berið fram.

 • Grænmetisbaka

  Einn stór baka fyrir um það bil 8-12 manns.

  1. 1,6 kg grænmeti t.d. sætar kartöflur, grasker, gulrætur, seljurót, steinseljurót, blómkál. Brokkollí eða hvað sem er til á heimilinu
  2. 200 gr. laukur (ca. 2 stk.), skorinn í sneiðar
  3. 3 stk. hvítlauksrif, söxuð
  4. 50 g engifer, fínt saxað
  5. 400 ml. kókosmjólk (1 dós)
  6. 2 msk gott karrý
  7. salt
  8. svartur pipar
  9. tímjan
  10. 5 stk. egg
  11. 1-2 blöð smjördeig af þykkustu gerð

  Laukurinn er svitaður í potti ásamtpiparnum, tímjaninu.

  Grænmetinu er bætt útí

  Smá vatn er sett í pottinn ásamt kókosmjólkinni,karrýinu, hvítlauknum og engferinu. Látið malla við miðlungs hita þar til grænmetið hefur mýkst. Tekið af hita og látið kólna eilítið,

  Kryddað til með salti og pipar.

  Smjördeigið er flatt út þannig að brúnirnar skarist vel og þeki í 28 sm smellu form.

  Eggjunum er hrært út í grænmetisblönduna og öllu hellt í formið.

  Bakað við 150°c í 30-40 mín. eða þar til bakan er stíf.

  Hér má nota næstum hvaða grænmeti sem er, eina tegund eða allt sem til er. Það sem þarf að passa er eldunartíminn og raða þá í pottinn fyrst því sem þarf mesta eldun og síðar því sem þarf styttri eldun, t.d. gulrætur fyrst en blómáli eða brokkolí síðar.

 • Kryddjurtasósa

  1. 1 dl. basil ferskt
  2. 1 dl. steinselja fersk
  3. 2 stk. hvítlauksgeirar
  4. 1 stk. lime, bara safinn
  5. 1 dl. ólífuolía
  6. 2 dl. eplasafi
  7. 2 msk. dijon sinnep
  8. ½ pakki tofu, silken eða mjúkt
  9. salt og pipar

  Allt sett í blandarann og hakkið saman.

  Magnið af hvítlauk fer að sjálfsögðu eftir smekki hvers og eins.

 • Salat dressingar

  Notið ávaxtasafa í sem grunn í dressingar, bætið út í grænmeti og ávöxtum og kryddjurtum, kryddið til með salti og pipar.

  Allt hakkað saman í blandara eða með töfrasprota.

  Þannig er hægt að minka olíu notkun til muna.

  Ágætt er að hafa allt í dressingunni sem manni finnst gott að borða hrátt (gulrætur, papriku, epli, perur, myntu osfrv.).

  Í dressingum þarf að vera jafnvægi á milli bragðanna 5: súrt, sætt, salt, beiskt og sterkt og svo þurfum við olíu eða eitthvað kremkennt til þess að bera bragðið. Þá á ég við að mauka t.d. gúrku, tómat, banana eða eitthvað annað sem maukast vel á móti olíunni.

 • Lauksúpa með linsum eða kjötafgöngum

  1. 200 gr.laukur, sneiddur (2 meðal laukar)
  2. 3 stk.hvítlauksgeirar, saxaðir
  3. ½ tsk.þurrkað tímjan
  4. 2 stk.lárviðarlauf
  5. 100 gr.rauðar linsur, ósoðnar eða
  6. 250 gr.kjötafgangar skornir, t.d. lamb, kjúklingur
  7. 200 gr.maukaðir niðursoðnir tómatar, eða 8 ísmolar af frosnum tómat (sjá video)
  8. 1,5ltr.vatn
  9. Salt
  10. Tamari sojasósa
  11. Svartur pipar

  Laukurinn er svitaður í potti ásamt kryddinu og hvítlauknum.

  Þegar hann er orðinn glær er vatninu, linsunum, kjötinu og tómatnum bætt út í.

  Soðið í um 30 mín.

  Smakkað til með salti og tamari sósu.

  Eins má bæta við hvaða grænmeti sem er, harðsoðið egg og annað sem finnst í ísskápnum.

 • Kús kús salat með grilluðu grænmeti

  1. 150gr. kús kús
  2. 4 dl. vatn
  3. 2 stk. hvítlauksrif, söxuðsvartur pipar, salt og tímjan og turmeric.
  4. 4 msk. ólífuolía
  5. ½stk. paprika
  6. ½stk. eggaldin
  7. ½stk. kúrbítur
  8. 50 gr. kapers
  9. 20 gr. basil

  Vatnið er soðið ásamt hvítlauknum, piparnum, saltinu, timjaninu, turmericinu og olíunni.

  Þegar vatnið sýður er kús kúsinu hellt út í, hrært í og potturinn tekin af hitanum og lokað. Látið standa þannig í nokkrar mínútur.

  Grænmetið er skorið í frekar þunnar sneiðar og grillað, á útigrilli, grillpönnu eða ofni. Kryddað með salti og pipar.

  Það er síðan skorið smátt, blandað saman við kús kúsið ásamt kapers og söxuðu basilinu (ath að skola kapersið áður en því er blandað saman við).

  Smakkað til með salti og pipar og jafnvel smá ólífuolíu.

  Ef það er til afgangur af elduð gærnmeti í ísskápnum er stórsniðugt að bæta því við

  eða nota alveg í staðin fyrir grænmetið í uppsrkiftinni.

  Þetta getur verið léttur réttur ásamt t.d. steiktu eggi eða meðlæti með grillmatnum.

 • Bauna salsa með byggi

  1. 150 gr. soðnar baunir, t.d. kjúklingabaunir, augnbaunir eða nýrnabaunir
  2. 150 gr. soðið bygg
  3. 2 stk. tómatar, skornir í litla bita
  4. 1 stk. agúrka, skorin í litla bita
  5. ½ stk. rauðlaukur, saxaður
  6. 2 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir
  7. 1 búnt ítölsk steinselja, söxuð
  8. ½ búnt kóríander, saxað
  9. 1 sm. engifer, saxað af vild
  10. ólífuolía eftir smekk
  11. salt og pipar
  12. appelsínudjús eða tómatsafi
  13. sítrónu safi eða milt edik

  Öllu blandað saman og smakkað til, best ef þetta er gert deginum áður og smakkað aftur til rétt áður en það er borið fram.

  Hér má skipta byggi út fyrir hrísgrjón, nota hvaða baunir sem er, og skera niður allt það grænmeti semþér finnst gott að borða hrátt.

 • Kókossúpa með grænmeti

  1. ½ dós kókosmjólk (400 ml dós)
  2. 1dós niðursoðnir tómatar (400 ml dós)
  3. 100 gr. puy linsur
  4. 50 gr. engifer, rifið eða fínt saxað
  5. 1 stk hvítlaukur, gylltur
  6. 1 stk. laukur, skorinn í sneiðar
  7. 1,5 ltr. vatn
  8. 200 g. grænmeti skorið í hæfilega bita (passa í matskeið)
  9. salt og pipar
  10. ½ stk. chili pipar, má sleppa
  11. söxuð ítölsk steinselja
  12. tímjan, lárviðarlauf
  13. turmerik
  14. cumin má sleppa

  Hvítlaukur er gylltur, þá er hann skorinn í tvennt með hýði og hitaður á sárinu í potti með smá olíu, þegar hvítlaukurinn er orðinn gyltur í sárið er honum snúið við þar til hann er orðin mjúkur.

  Laukur er svitaður og engifer, chili, tímjan og lárviðarlauf er sett út í.

  Tómatar eru maukaðir og settir í ásamt kókos og vatni.

  Linsur og hvítlaukur er bætt út í og soðið í u.þ.b. 30 mín. Bættið meiru vatni út í ef ykkur finnst hún of þykk, bætið skornu grænmetinu út í og soðið áfram í 10 -15 mín

  Smakkið til með salti og pipar.

  Þessi súpa hefur verið gerð með hinum ýmsu tilbrigðu á Eldað úr öllu námskeiðunum.
  t.d. ef ekki er til kókosmjólk má auka við vatnið, sæta með smá hunangi og setja smá skvettu af ólífuolíu undir lok eldunar, þá eru þið búinn að ná fram hlutverki kókosins í uppskriftinni.

Leiðbeiningar um minni matarsóun 2016

Hvað getur þú gert sem neytandi til að draga úr matarsóun?

Þessi grein er eftir Selina Juul, stofnanda samtakanna Stöðvum matarsóun (Stop spild av mad). Samtökin eru stærstu óháðu samtök Danmerkur sem vinna gegn matarsóun – http://www.stopspildafmad.dk

Þú mátt gjarnan nota greinina og vitna í hana að vild en mundu þá eftir að gefa upp heimildina.

Hvað er hægt að gera heima fyrir

Passaðu upp á að hafa „flæði“ í kæliskápnum, frystinum og eldhússkápum. Stilltu elstu matvælunum og þau sem hafa verið opnuð fremst, helst í augnhæð svo þú hafir gott yfirlit og noti þau fyrst.

Hafðu afgangana þína áberandi.

Settu afgangana á áberandi stað. Gerðu það að vana að nota afganga í alla matargerð, hvort sem um er að ræða venjulegan heimilismat eða veislumat. Matarafgangar eiga að geymast en ekki að gleymast. Geymdu því alla afganga á áberandi stað í kæliskápnum þannig að þú sért ávalt vakandi yfir hvað sé til og getir notað þá í nýja rétti eða sem nesti.

Afgangar eru ókeypis matur.

Breyttu viðhorfi þínu gagnvart afgöngum. Matarafgangar eru ekki „refsing“ heldur gróði. Þegar þú manst eftir að nota afganga þá spararðu þér ferð út í búð. Jafnframt lækka heimilis­útgjöldin og þú stuðlar að bættu umhverfi.

Kæliskápurinn er ekki ruslatunna.

Í yfirfullum kæliskáp liggur matarsóunargildran í leyni því þú veist ekkert hvað þar er að finna. Hafðu rúmt um matvælin í kæliskápnum þannig að þú hafir góða yfirsýn yfir þau. Með því að hafa rúmt um matvælin þá flæðir kalda loftið mun betur um kæliskápinn og heldur matnum eins og hann á að gera, köldum. Gættu fyllsta hreinlætis og mundu að afþýða kæliskápinn og frystirinn reglulega.

Notaðu réttar geymsluaðferðir..

Ekki geyma avokadó, tómata og banana í kæliskápnum svo dæmi sé tekið. Hægt er að nálgast góð ráð um geymslu matvæla á síðunni http://www.stopspildafmad.dk

Hafðu yfirsýn yfir endingu matvælanna.

Matvæli sem eru merkt eru með „síðasta söludegi“ (notað m.a. á ferskar kjötvörur og nýjan fisk) á helst ekki að neyta eftir að þær eru útrunnar. Matvæli sem eru merkt með „best fyrir“ eða „geymsluþol til“ (notað m.a. á pasta, hrísgrjón, hrökkbrauð, súkkulaði og fleira), er í góðu lagi að neyta eftir uppgefna dagsetningu. Ef þú ert í vafa um hvort slík matvæli séu í lagi, þá er hægt að þefa af þeim eða smakka.

Losaðu þig við óttann um að þú eigir ekki nægan mat.

Margir hafa tilhneygingu til að elda of mikið, hvort sem um er að ræða venjulegan heimilismat eða veislumat. Barnafjölskyldur elda til að mynda að öllu jöfnu 30% meiri mat en þær þarfnast. Mikilvægt er að reikna út skammtastærðir áður en þú eldar. Fullorðinn einstaklingur getur til að mynda borðað 500-800 grömm af matvælum, að brauði þar með meðtöldu.

Olnbogarými – notaðu smærri diska og smærri matarföt.

Hægt er að koma í veg fyrir að þú eða ruslafatan þín „borði yfir sig.“ Síðastliðin 20 ár hafa matardiskar farið stækkandi – eins og klárlega má sjá á mittismáli margra landsmanna.

Ekki bera allan matinn fram í einu.

Berðu matinn fram í smærri einingum og bættu svo við eftir því sem þurfa þykir og matur klárast. Ástæðulaust er að láta allt sem þú eldaðir standa frammi á borðum í langan tíma, við það missir maturinn gæði. Þetta á jafnt við um heimilismat sem og veislumat. Matvæli ættu yfirleitt ekki að standa á borðum lengur en í tvo tíma, sérstaklega ef þú ætlar að nota afgangana síðar. Sum matvæli svo sem rækjur og síld, þarf að setja sem allra fyrst aftur í kæliskápinn.

Afgangarnir eiga að fara sem allra fyrst í kæliskápinn.

Það er ekki gott að láta matvæli standa uppi á borðum í fleiri klukkutíma.

Blandaðu sem minnst af matvælunum saman.

Ef við hugsum út frá afgöngum þá er ekki gott að blanda matvælum saman, því þá geymast þau verr. Berðu salatið og rækjurnar fram í sitt hvoru lagi. Það sama á reyndar einnig við um spaghettí og hakk ásamt fjölmörgum öðrum matvælum.

Upphitun matvæla.

Hér er mjög mikilvægt að vanda sig. Ef þú átt afgang af pottrétti þá er nauðsynlegt að rétturinn sé hitaður upp í að minnsta kosti 75 gráður. Að öllu jöfnu er hægt að geyma matarafgangana í um 3-4 daga að hámarki í kæliskáp.

Bjargaðu matnum þínum.

Flestalla matarafganga er hægt að frysta. Skiptu afgöngum upp í hæfilegar skammtastærðir og frystu þá. Brauð er fínt að skera niður í sneiðar og frysta. Þú getur líka fryst rjóma. Pakkaðu kryddjurtum, grænmeti, ávöxtum og osti í hæfilega skammta og frystu þá. Passaðu bara vel upp á að hafa yfirlit yfir það sem er í frystinum. Merktu pakkningarnar með innihaldi og dagsetningu og mundu svo eftir að nota þær.

Afgangarnir eiga að vera lystugir þegar þú berð þá fram. Flestum og þá sérstaklega börnum finnast matarafgangar óspennandi. Notaðu hugmyndaflugið og nýttu afgana í nýja og spennandi rétti. Mundu bara eftir að framreiða þá sem lostæti. Afgangar eiga að líta vel út og vera girnilegir hvort sem þeir eru bornir fram á borð eða notaðir sem nesti.

Búðu til einn fastan dag í viku fyrir afganga.

Þú getur valið sunnudaga eða einhvern annan dag. Á þessum tiltekna degi nýtir þú alla kræsingarnar sem þú hefur safnað saman yfir vikuna. Reyndu líka að klára allt sem þú átt í kæliskápnum og frystinum áður en kemur að stórhátíðum. Þú þarft að eiga nóg pláss fyrir alla flottu matarafgangana sem falla til á þessum hátíðisdögum.

Notaðu allan gænmetisúrgang til að búa til seyði eða grænmetiskraft.

Hægt er að nota allar gerðir af laukhýði, gulrótarafganga, hvítlaukshýði, þvegið kartöfluhýði, restar af selleríinu, púrrulaukstoppana, tómata og gúrkuafganga tik að sjóða upp grænmetiskraft úr þessum úrgangi.

Hafðu fullt af margskonar ílátum í eldhúsinu.

Þú þarft á þeim að halda undir matarafganga. Hafðu líka rúllu af frystipokum liggjandi á áberandi stað í kæliskápnum. Í rúllunni felst stöðug áminning um að nota hana undir alla afganga.

Slepptu því að borða myglaðan mat.

Jafnvel þó að brauðsneiðin sé bara rétt farin að mygla öðru megin, þá verður þú því miður að henda henni. Ef eitthvað af matvælunum er farið að mygla, þó ekki sé nema lítillega, þá eru miklar líkur á að myglan hafi dreift sér. Í þessu tilfelli þýðir hvorki að þefa né að bragða á matvælunum. Slíkum matvælum verður því miður að henda strax.

Haltu dagbók yfir matarafganga.

Skráðu niður hversu miklum matvælum þú hendir. Með því verður þú meðvitaðri um að nýta afganga og minna fer til spillis. Æfingin skapar meistarann. Matarsóun verður töluvert minni, sérstaklega í tengslum við stórar máltíðir og veisluhöld.

Deildu matnum með nágrönnum.

Ef þú hefur eldað of mikið, deildu afgöngunum þá með nágrönnunum. Bjóddu upp á matarveislu fyrir nágrannana. Eftir stórar veislur er hægt að pakka afgöngum í ílát og leyfa öðrum að njóta þeirra. Ef þú ert með rips- eða sólberjarunna í garðinum en hefur ekki tíma til að nýta berin, notaðu þá samfélagsmiðla (eins og Facebook) og bjóddu vinum þínum og eða nágrönnum að hirða þau. Með því muntu gleðja marga.

Á netinu er fjöldinn allur af áhugaverðum upplýsingum og hugmyndum að réttum úr matarafgöngum svo sem á dönsku síðunum http://www.stopspildafmad.dk og http://www.madspild.dk. Eins er hægt að fara á bókasafn og fá lánaðar bækur um nýtingu matarafganga. Selina Juul, höfundur þessarar greinar hefur t.d. gefið út eina sem heitir „Stop spild af mad – en kokebok med mere.“

Hvað er hægt er að gera í verslunum og stórmörkuðum?

Skipulagning er beitt vopn í baráttunni gegn matarsóun. Fyrir verlslunarferð er æskilegt að setja upp áætlun um matseðil ásamt innkaupalista. Auðveldast er líklegast að nota snjallsíma til að taka mynd af því sem finnst í kæliskápnum. Þá veistu hvað er til þegar þú stendur út í búð og veltir fyrir þér hvað eigi að versla inn fyrir t.d. kvöldmatinn.

Farðu aldrei svangur eða svöng út í búð.

Fáðu þér gjarnan banana eða eitthvað snarl áður en þú ferð út að versla. Ef þú ferð svangur eða svöng út að versla áttu það á hættu að kaupa mun meira en það sem þú hefur raunverulega þörf fyrir.

Hafðu stjórn á „innri hamstrarnum“ þínum.

Margir eiga það til að hamstra mat, sérstaklega fyrir stórhátíðir. Það leiðir yfirleitt til þess að við kaupum miklu meira en þess sem við raunverulega þörfnums. Vegna breyttra laga um opnunartíma verslanna eru margar þeirra opnar lengi, jafnvel á flestum helgidögum. Svo er hugsanlega líka hægt að nýta sér netið við matarinnkaupin.

Veldu smærri innkaupakörfur og kerrur í verslunum.

Fjöldi rannsókna sýna að innkaupakörfur og kerrur verslanna hafa farið stækkandi á síðustu áratugum. Stór innkaupakarfa eða kerra hefur sálfræðileg áhrif og fær okkur til að kaupa meira en við höfum not fyrir. Ef þú ætlar þér bara að kaupa það allra nauðsynlegasta sem þig vanhagar um, veldu þá minnstu innkaupakörfurnar eða kerrurnar. Það er líka mælt með að fólk haldi á innkaupakörfunni í stað þess velja eina með hjólum sem hægt er að draga á eftir sér.

Leitaðu að matvælum sem eru að renna út á tíma.

Þetta á sérstaklega við ef þú ætlar að neyta matvælanna strax. Margar verslanir bjóða fram vörur á niðursettu verði ef þær eru farnar að nálgast síðasta söludag.. Leitaðu að slíkum matvælum ef til stendur að nota þau fljótlega.

Taktu mjólkina sem er fremst í mjólkurkælinum.

Sérstaklega ef þú ætlar að nota hana strax.

Magnafláttur er ávísun á matarsóun.

Passaðu þig vel á öllum magnafsláttum. Láttu skynsemina ráða för. Notfærðu þér bara tilboðin í þeim tilfellum ef þú veist að allt sem þú kaupir muni nýtast. Að öðrum kosti er engöngu verið að fleygja peningum út um gluggann.

Leitaðu eftir ávöxtum og grænmeti sem eru ekki með „staðlað“ útlit.

Veldu til dæmis staka banana en ekki í búnti, því annars eru líkur á að þeir endi í ruslinu. Of bogin gúrka eða gulrót bragðast nákvæmlega jafn vel og þær sem eru beinar í laginu. Og ef þú sérð eina illa útlítasndi appelsínu í pakkningu með t.d. 10 appelsínum, reyndu þá að semja um að borga bara fyrir þær sem eru heilar.

Gæði umfram magn

Reyndu að hafa gæði umfram magn að leiðarljósi. Ef þú kaupir matvæli í hæsta gæðaflokki eru meiri líkur á betri nýtingu þeirra, þau kosta jú yfirleitt meira. Hægt er að spara stórar upphæðir á betri matarnýtingu. Reiknað hefur verið út að dönsk meðalfjölskylda geti sparað sér um það bil 150.000 íkr á ári við að draga úr matarsóun. Þannig hefur þú efni á að gera betur við þig í mat og drikk og keypt matvörur í hæsta gæðaflokki.

Verslaðu inn til margra daga.

Reyndu að versla inn til margra daga í einu. Settu upp áætlun og leitaðu upplýsinga um að hvernig hægt sé að töfra fram lystuga rétti úr afgöngum. Laxinn frá í gær gæti t.d. breyst í spennandi laxasalat sem þykir jú herramanns­matur.

Flýttu þér heim þegar þú hefur lokið matarinnkaupunum.

Maturinn í innkaupapokunum sem þú hefur geymt lengi í heitum bílnum á sólríkum sumardögum breytist og getur orðið að algjörri bakteríubombu.

Hvað er hægt að gera á kaffihúsum, veitingarstöðum, í mötuneytinu eða í veislum?

Spurðu starfsfólkið eða gestgjafana um hvort þeir starfi eftir eða hafi einhverja áætlun sem dregur úr matarsóun.

Hlaðborð er ávísun á matarsóun.

Pantaðu þér frekar sérrétti í stað þess að kasta þér yfir hlaðborðið.

Pantaðu tvo forrétti.

Ef þú hefur það á tilfinningunni að þér muni ekki takast að klára bæði forrétt og aðalrétt, pantaðu þá frekar tvo forrétti.

Biddu um að fá að taka matarafganginn með þér heim.

Það hefur færst í aukana að gestir taki matarafganginn, sem þeir náðu ekki að klára, með sér heim. Margir veitingastaðir bjóða gestum upp á slíka þjónustu.